Skólaslit 31.5.2023

Líkt og kom fram í fréttinni hér fyrir neðan mun Kirkjubæjarskóla verða slitið þann 31.5. nk í Félagsheimilinu og hefjast til 13.30.

Nemendur 1.-9. bekkjar fá afhentan vitnisburð og að þeim dagskrárlið loknum mun útskrift 10.bekkjar fara fram.

Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Skaftárhrepps.

Foreldrar barna sem njóta skólaaksturs eru vinsamlegast beðnir um að láta bílstjóra vita í tíma hvort barn þeirra þiggi far með skólabíl og þá hvort um sé að ræða báðar ferðir eða aðeins aðra.