Söfnunarfé afhent

Þórunn Júlíudóttir tekur við söfnunarbauk úr hendi yngsta nemandans og þess elsta.
Þórunn Júlíudóttir tekur við söfnunarbauk úr hendi yngsta nemandans og þess elsta.

Í dag afhentu nemendur söfnunarfé það sem gestir opna hússins létu af hendi rakna til styrktar Krabbameinsfélagi V- Skaftafellssýslu.

Fór vel á að yngsti nemandi skólans, Jökul Ström og sá elsti, Ásgeir Örn afhentu Þórunni Júlíusdóttur, ritara Krabbameinsfélagsins, baukinn góða með söfnunarfénu kr. 81.600.  Þórunn færði nemendum þakkir fyrir að velja Krabbameinsfélag V- Skaftafellssýslu og gestum opna hússins kærar þakkir fyrir ríkulegan stuðning sem mun koma sér afar vel fyrir hið mikilvæga starf félagsins sem felst m.a. í að styrkja einstaklinga sem dvelja hafa þurft langdvalar í Reykjavík vegna krabbameinsmeðferðar