7. bekkur fór í gær að Laugalandi í Holtum til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Karítas Kristjánsdóttur íslensku kennara þeirra. Líkt og venja er voru tveir fulltrúar valdir úr hópi 7. bekkinga á Upplestrarhátíð Kirkjubæjarskóla sem haldin var í enda febrúar. Fulltrúar Kirkjubæjarskóla í Stóru upplestrarkeppninni þetta árið voru Heiðrún Hrund og Maríanna Katrín, Eiður Örn var varamaður þeirra. Þær stöllur Heiðrún og Maríanna stóðu sig eins og hetjur og voru glæsilegir fulltrúar skólans
|
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .