Stóra upplestrarkeppnin

7. bekkur fór í gær að Laugalandi í Holtum til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Karítas Kristjánsdóttur íslensku kennara þeirra.  Líkt og venja er voru tveir fulltrúar valdir úr hópi 7. bekkinga á Upplestrarhátíð Kirkjubæjarskóla sem haldin var í enda febrúar.  Fulltrúar Kirkjubæjarskóla í Stóru upplestrarkeppninni þetta árið voru Heiðrún Hrund og Maríanna Katrín, Eiður Örn var varamaður þeirra.  Þær stöllur Heiðrún og Maríanna stóðu sig eins og hetjur og voru glæsilegir fulltrúar skólans