Uppskeruhátíð - þemadagar

Í næstu viku mun árleg  vinna nemenda í tengslum við Uppskeruhátíð Skaftárhrepps hefjast á miðvikudag og standa fram á föstudag. 

Líkt og áður munum við ljúka þessari vinnu með opnu húsi föstudaginn 20.okt. frá kl. 12.00-14.00 þar sem gestum og gangandi er m.a.  boðið að bragða á veitingum, fá sér minjagripi, hlusta á jákvæðar fréttir og rifja um gamlar minningar um Z-una góðu sem eitt sinn var hluti af starfrófi okkar  og  skreytti bílnúmeraplötur Skaftfellinga.

Ekki er rukkaður aðgangseyri en gestum gefst tækifæri að leggja fram frjálst framlag í sérstaka söfnunarbauka, Sú fjárhæð sem safnast mun verða  afhent Krabbameinsfélagi V- Skaftafellssýslu til styrktar þeirra góða starfi.

Nánari fréttir varðandi dagskrá föstudagins 20. okt. mun verða birt um miðja næstu viku.