Vorhátíð 2023

ein stöðin var í umsjón stjórnar foreldrafélagsins og var mikið fjör hjá þátttakendum
ein stöðin var í umsjón stjórnar foreldrafélagsins og var mikið fjör hjá þátttakendum

Hin árlega vorhátíð Kirkjubæjarskóla var haldin í dag í þokkalegasta veðri miðað við árstíma.

Dagurinn byrjaði með hjólaskoðun sem besti vinur nemenda KBS hjá lögreglunni, Svanur Kristinsson sá um.  Síðan var boðið upp á hjólaferð meðfram Skaftá og einnig var sett upp hjólbraut af nemendum unglingastigs fyrir þá sem vildu spreyta sig á hjólafimi.

Eftir morgunhressingu var nemendum skipt upp i 4 hópa sem fóru á milli fjögurra stöðva.  Eins stöðin nefndist Tómatur/skæri-blað-steinn hopp, önnur Umhverfisbingó/Listabingó, þriðja Reiptog/pokahlaup og leikir og sú fjórða Kubbur.  Þrjár stöðvar voru í umsjón kennara og starfsmanna en sú fjórða í umsjón stjórnar Foreldrafélagsins sem kom sterk inn með sína stöð og vonandi verður framhald á þátttöku þeirra í vorhátíðum KBS.

Um hádegisbil var öllum boðið upp á pylsur og franskar og tóku menn hraustlega til matar sín eftir góða og hressandi útiveru.

Var ekki annað að heyra á nemendum og foreldrum að almenn ánægja hafi verið með dagskránna og allir farið sáttir heim í langt helgarfrí.  Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hve margir foreldrar komu og gáfu sér tíma til að fylgjast með og jafnvel taka þátt í leikjum með börnum sínum. 

Hjartans þakkir til ykkar allra, nemenda, starfsmanna og foreldra fyrir góða þátttöku og samveru í dag.

Á þriðjudag, 30.maí,  hefst skóladagurinn á hefðbundnum tíma kl.8.40 skv. stundaskrá.  Nemendur taki með sér skólatösku og jafnvel poka til að geta tekið með sé heim vinnu vetrarins.  Skóladeginum lýkur kl. 12.45 þann dag.

Skólaslit verða svo miðvikudaginn 31. maí kl. 13.30 í Félagsheimilinu. Foreldrar barna sem aka með skólabíl eru beðnir um að ´láta bílstjóra vita hvort nemendur muni þiggja far þann dag og þá hvort um verði  að ræða aðra leiðina eða báðar.