Dagur stærðfræðinnar 1. febrúar

Mynsturgerð
Mynsturgerð

Degi stærðfræðinnar var fagnað í Kirkjubæjaskóla í morgun þegar nemendur skiptu sér i fjóra blandaða hópa og unnu á fjórum mismunandi stöðvum þar sem kennarar undir forystu Erlu Ólafsdóttur stærðfræðikennara, leiðbeindu nemendum.

Á hverri stöð var ákveðið þema  s.s. stærðfræðibingó, mynsturgerð, íþróttastærðfræði og Hvernig er einn fermetri í laginu?

Vinnan gekk vel og voru nemendur og kennarar ánægðir með þetta skemmtilega uppbrot frá stundatöflukennslunni.