Dans, dans, dans

allri hlusta á fyrirmæli kennarans ...
allri hlusta á fyrirmæli kennarans ...

Sú nýbreytni var tekin upp á þessu skólaári að bjóða upp á danskennslu í tvær vikur í stað einnar.

Nemendur hófu nýja árið með glans og stigu dans undir öruggri stjórn Jóns Péturs, danskennara, en hann hefur séð um kennsluna hér í Kirkjubæjarskóla um áraraðir.

Dansvikunni lauk síðan með danssýningu fyrir foreldra og aðra gesti og líkt og endranær sýndu nemendur frábæra takta. Ekki síðri voru foreldrarnir sem tóku sporin með börnum sínum í lokin.

Enn ein góð vika í Kirkjubæjarskóla  að baki og næstu taka við:)