Fullveldishátíð 1. desember

Í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins hafa nemendur Kirkjubæjarskóla unnið að verkefninu í samfélagsfræðitímum. Eldri nemendur hafa einnig tekið þátt í að taka viðtöl við eldri og yngri íbúa Skaftárhrepps um Kötlugos og annað tengt árinu 1918.  Þessi viðtöl ásamt öðrum sem unnin hafa verið á vegum Kirkjubæjarstofu hafa nú verið sett saman í stuttmynd sem frumsýnd verður þann 1.desember í Félagsheimilinu. 

Nemendur hafa einnig unnið einskonar annál fyrir árið 1918, bæði í máli og myndum og mun afraksturinn verða kynntur fyrir foreldrum og öðrum gestum með opnu húsi sama dag.

Þennan dag hefst skóladagur klukkan 10.45 og lýkur klukkan 14.15. Nemendur fara  ásamt kennurum sínum á hátíðardagskránna sem er í Félagsheimilinu og hefst kl. 11.00.  Gert er ráð fyrir klukkutíma dagskrá og síðan verður farið upp í skóla þar sem boðið verður upp á þjóðlegan mat fyrir nemendur, starfsfólk og gesti. Sýningin verður opin til klukkan 14.00 og  eins og ávallt þegar opið hús er í Kirkjubæjarskóla eru allir velkomnir.

Foreldrar sem ekki ætlar að nýta ferðir skólabílsins fyrir börn eru beðnir um að láta skólabílstjóra vita. Verði nemendur ekki heima þennan dag þarf að sækja um leyfi til umsjónarkennara líkt og aðra skóladaga.