Fyrirlestur um svefn 26.4.

Góður svefn gerir kraftaverk
Góður svefn gerir kraftaverk

Fyrirlestur í boði Foreldrafélags Kirkjubæjarskóla

26.apríl 2023

 

Svefninn er okkur öllum mikilvægur til þess að gefa líkamanum hvíld og tækifæri til að endurnærast eftir erilsama daga.  Of lítill svefn getur valdið vanlíðan, þreytu og hefur áhrif á einbeitingu,minni og rökshugsun.  Þetta vitum við sem eldri eru en börnin eiga oftar en ekki erfitt með að skilja mikilvægi þess að hvílast yfir nóttina.  Hvað er þá til ráða? 

Foreldrafélag Kirkjubæjarskóla í samstarfi við skólann býður foreldrum grunnskólabarna á fyrirlestur um svefn frá fyrirtækinu  Betri svefn þar sem sérfræðingur á þeirra vegum mun gefa foreldrum góð ráð til að aðstoða börn sín við að hlúa að svefninum.

Hvenær:  miðvikudagin 26. apríl nk kl. 14.- ath ! skóla lýkur kl. 13.45.

Hvar: í matsal Kirkjubæjarskóla

 

Hlökkum til að sjá ykkur !

Stjórn Foreldrafélags Kirkjubæjarskóla