Föndur - og laufabrauðsdagur

Fallegt mynstur
Fallegt mynstur

Er nálgast aðventu er það áralöng hefð að nemendur Kirkjubæjarskóla og fjölskyldur þeirra hittast, eigi saman góða stund við  föndur og laufabrauðsútskurð.  Vaskir foreldrar  hafa staðið vaktina við steikingarpotta og sýnt snilldartakta við steikingu.

Það er foreldrafélagið og nemendafélagið Askur sem skipuleggja þennan viðburð og afrakstur allra  sölu fer í nemendasjóð, sem m.a. fjármagnar árlega Vísindaferð unglingastigs og fleiri viðburði.

Gamanið hefst kl. laust eftir 13.45 og mun standa fram eftir degi.  

Minnum foreldra á að láta bílstjóra vita ef börn þeirra eiga EKKI að fara heim með skólabíl.

Sjáumst miðvikudaginn 27. nóvember !