Fyrsta skólavikan

Síðasta vika var fyrsta skólavikan á þessu skólaári. Frábært veður var allan tímann og nemendur og starfsfólk nýttu góða veðrið mjög vel með ýmis konar útiveru. Nánasta umhverfi skólans var nýtt við ýmis konar kennslu, farið í skóginn hjá Systrafossi, fræðslustígur Vatnajökulsþjóðgarðs sem liggur milli sundlaugar og gestastofu þjóðgarðsins var skoðaður og á fimmtudeginum fengu nemendur elsta stigs að kæla sig við Stjórnarfoss. Auk þess fékk ærslabelgurinn mikla notkun þegar nemendur höfðu unnið sér inn frítíma með góðri hegðun og vinnusemi.

 elsta stig kælir sig í skugganumleikur á ærslabelgnum