Geimskipið

Í síðustu viku voru skemmtilegir uppbrotsdagar tileinkaðir sprotaverkefninu okkar sem ber yfirskriftina; staðarvitund og geta til aðgerða: Leiðir til að skapa lærdómssamfélag í grunnskóla. Anna Guðrún Edvardsdóttir verkefnastjóri kom í heimsókn, vann með og leiðbeinti okkur.

Markmið sprotaverkefnisins er að þróa aðferðir, byggða á hugmyndafræðinni um staðarnálgun og sjálfbærnimenntun, til að styrkja nemendur sem virka þátttakendur og gerendur í sköpun lærdómssamfélags sem miðar að því að gera þá að fullgildum þáttakendum við gerð samfélagáætlana.

Nú í haust hafa nemendur unnið verkefni þessu tengt og í síðustu viku kom Anna Guðrún og tók fyrir stórt verkefni um geimskipið. Nemendur unnu í hópum 3-4 samann. Allir fengu sömu spurningar og var virkilega gaman að sjá hvernig þau tóku á spurningunum miða við aldur. Verkefnið var að þau fengju tækifæri til að undirbúa risastórt geimskip sem færi í fordæmalausa ferð. Ferðin tekur 6000 ár, ekki þarf að huga að stjórnkerfi skipsins, sólarorka er orkugjafin en ekki fleiri en 100 manns mega vera í skipinu á sama tíma. Spurningarnar sem nemendur tóku fyrir voru um hvernig fólk lifir í geimskipinu.

 Spurt var meðal annars um:

Hvernig á að búa til fæðu?

Hvað verður um rusl og úrgang?

Hvernig á að sjá fyrir vatnsþörf og halda því hreinu?

Hvað gerist ef kemur upp ágreiningur eða stríð?

Hvað gerist ef það er of margt fólk í skipinu?

Þegar allir hópar höfðu klárað sín geimskip var haldin kynning þar sem nemendur kynntu sitt geimskip fyrir öllum skólanum. Vinnusemi nemenda skilaði sér í flottum og hugmyndaríkum geimskipum og höfðu þau svarað spurningum, búið til líkön og gert teikningar til útskýringar á sínum geimskipum. Gaman var að sjá að einstaka nemendur höfðu áttað sig á að geimskipið var í raun jörðin okkar og voru þau að svara og finna lausnir á þeim helstu vandarmálum sem við á jörðinni fáumst við.

mynd geimskipmynd geimskipmynd geimskipmynd geimskipmynd geimskipmynd geimskipmynd geimskipmynd geimskipmynd geimskipmynd geimskip