Gjöf sem gefur

Við í textílmennt viljum þakka þeim sem hafa gaukað að okkur ýmsum textíl að undanförnu. Höfum við fengið eitt og annað t.d. lopa, allskonar garn og efni.
Við nýtum þetta í allskonar föndur, prjón, hekl, dúskagerð, puttaprjón, höfum einnig fléttað og brugðið. Það er markmið hjá okkur að endurnýta og nýta afganga í hin ýmsu verkefni.
Svo er trefillinn okkar góði enn í vinnslu og nýtist garnið vel þar, hann sómir sér vel hér í handavinnustofunni, en hugmyndin var að prjóna lengsta trefil í Skaftárhreppi og var byrjað á honum haust 2019.



Þórgunnur María Guðgeirsdóttir og nemendur

 

textíll

textílltextíll