Hvatning til að lesa

Setjum heimsmet í lestri !
Setjum heimsmet í lestri !

Tími til að lesa, lestrarátak  fyriri þjóðina sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú hleypt af stokkunum, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.  Árangurinn er mældur í tíma, þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. Þar geta þátttakendur líka fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags. Á næstu fjórum vikum munu þar safnast upp ýmsar upplýsingar um lestur, hugmyndir að lesefni fyrir ólíka aldurshópa, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og öðrum sem segja okkur hvað og hvar þeim finnst gaman að lesa.

Verk­efnið mun standa til 30. apríl og að því loknu mun­um við freista þess að fá afrakst­ur­inn skráðan í Heims­meta­bók Guinn­ess.