Innritun nýrra nemenda

Innritun nýrra nemenda í Kirkjubæjarskóla skólaárið 2020-2021 er hafin.

Innritun er rafræn og nálgast má skráningarform hér

 Allir nýir nemendur ásamt foreldrum hitta skólastjóra á fundi áður en skólaganga hefst. Þar eru m.a. skráðar allar upplýsingar um nemandann sem fara í Infomentor (skráningarkerfi skólans). Einnig eru nemendur og foreldrar leiddir um stofnunina og þeim kynntar aðstæður.

Vegna smitvarna gegn COVID-19 verður ekki tekið á móti nemendum og foreldrum/forráðamönnum fyrr í annarri viku ágústmánaðar.

Skólastjóri