Jólasýning 17. desember n.k.

Leiklistarval Kirkjubæjarskóla á Síðu verður með jólasýningu í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri, mánudagskvöldið 17. desember n.k. kl. 20:00. Aðgangur ókeypis. Krakkarnir munu sýna leikritið Jólin í Hálsaskógi og stendur sýning yfir í um rúma klukkustund. Takið endilega kvöldið frá á dagatalinu fyrir skemmtilega jólasýningu, allir velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Linda og leiklistarkrakkarnir í KBS