Kirkjubæjarskóli- Heilsueflandi grunnskóli !

Á dögunum fengum við í Kirkjubæjarskóla á Síðu  senda viðurkenningu á að vera orðinn Heilsueflandi grunnskóli í formi vegleg skiltis sem fundinn verður góður staður innanhúss þar til verklegum framkvæmdum við skólann verður lokið.

Er þetta mikil hvatning og stuðningur við þá vinnu sem hefur farið fram innan skólans síðustu ár sem og ekki síst  við áframhaldandi uppbyggingastarf nemendum og starfsfólki til heilla.

Þessa dagana er verið að ljúka við svokallað Sprotaverkefni þar sem unnið er með staðarvitund en fyrri hluti tók á hugtakinu sjálfbærni en bæði þessi hugtök eru leiðandi í hugmyndafræði Heilsueflandi grunnskóla ásamt mörgum öðrum.  

Til hamingju öll !