Kveikt á jólatrénu

Í dag var kveikt á jólatrénu sem stendur við Kirkjuhvol.  Nemendur Kærabæjar og Kirkjubæjarskóla ásamt öðrum gestum komu saman og voru viðstödd skemmtilega athöfn.  Nemendur Kærabæjar hengdu skraut á jólatréið áður en allir sungu saman nokkur jólalög undir stjórn Einars Melax skólastjóra tónlistarskólans.

Reyndar varð nokkur truflun á söngnum þegar tveir jólasveinar komu skundandi að og fóru að skipta sér að allt og öllum.  Tókst að koma nokkurri ró á þá og plata þá til að syngja nokkur jólalög með krökkunum.

Að lokum fengu allir heitt kakó og piparkökur til að ylja sér í snjókomunni.