Lestrarátak !

Afrakstur síðustu daga..
Afrakstur síðustu daga..

Sérstakt lestrarátak fór af stað í Kirkjubæjarskóla föstudaginn 17. apríl s.l.  Nemendur skrá þann tíma sem þeir hafa lesið, hlustað á hljóðbók auk þess tíma sem lesið hefur verið fyrir yngstu nemendurna.

Ýmsar útfærslur eru á hvatningakerfi hvers nemendahóps en allir nemendur eiga  að fylla út sérstakan kjalarmiða með nafni bókar sem þeir hafa lokið við.

Lestrarátakið mun standa yfir til og með 4. maí.

Það verður spennandi að sjá hversu hratt bókahillurnar fyllast.