List fyrir alla - 11. október

Leiksýning um Búkollu
Leiksýning um Búkollu

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Helstu markmið með List fyrir alla eru meðal annars :

  • Að auka framboð vandaðra og fjölbreyttra listviðburða fyrir og með börnum og ungmennum.
  • Að styrkja vitund barna og ungmenna um menningararfinn okkar og auka læsi þeirra á eigin menningu.
  • Að skapa börnum og listafólki vettvang til beinna samskipta og auðga þannig bæði skóla- og listalíf landsins.
  • Að auka fjölbreytni í skólastarfi og styrkja listfræðslu í skólum sem og í samfélaginu.
  • Að hvetja listafólk til þess að skapa list sem höfðar til barna og ungmenna á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn og áhugasvið.

 

Síðastliðinn fimmtudag fengum við heimsókn í boði verkefnisins List fyrir alla og var það skemmtileg brúðuleikhússýning um Búkollu. Að sýningu lokinni var nemendahópnum skipt í tvo hópa og fengu allir að útbúa sína eigin leikbrúðu. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og virtust krakkarnir hafa gaman að bæði sýningunni og brúðugerð. 

             

Nemendur í 6. - 10. bekk með brúðurnar sem þau bjuggu til

 Nemendur í 1. - 5. bekk með brúðurnar sínar