Lokun grunnskóla

Fyrir stuttu síðan var tölvupóstur sendur öllum foreldrum/forráðamönnum varðandi lokun grunn-, framhalds- og háskóla  til 1. apríl skv. ákvörðun stjórnvalda.

Mun því árshátíð Kirkjubæjarskóla frestast fram yfir páska.  Nemendur  voru rétt komnir í hús eftir generalprufu og átti að frumsýna á morgun með rafrænum hætti þegar fréttin barst.   Nú ríður á að mannskapurinn missi ekki dampinn og þráðurinn verði tekinn upp að nýju strax eftir páska.  Mögulega leynast tækifæri í þessari lokun s.s. að mögulegt verði að bjóða öllum bæjarbúum á ,,lifandi" sýningu.  Lengi má vona :)

Við hvetjum alla, stóra sem smáa, að fara eftir fyrirmælum stjórnvalda varðandi sótt- og smitvarnir um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegrar páskahátíðar.

f.h. starfsfólks Kirkjubæjarskóla

Katrín Gunnarsdóttir

skólastjóri