Mötuneyti Skaftárhrepps - fréttir

Eins og fram hefur komið þá hefur Mötuneyti Skaftárhrepps tekið til starfa í húsnæði skólans.

Má gera ráð fyrir að matseðill fyrir apríl verði aðgengilegur á heimsíðu skólans innan fárra daga.

Breyting hefur verið gerð á morgunhressingu og verður nú boðið upp á hafragraut og/eða morgunkorn ásamt ávöxtum en brauðmeti verður í síðdegishressingu.  Er þessi breyting gerð  m.a. vegna óska frá foreldrum og  með vísan til þess að s.l.haust var sótt um að Kirkjubæjarskóli myndi gerast aðili að Heilsueflandi grunnskóla, verkefni sem er á vegum landlæknisembættisins.  Því fylgir að farið verði eftir Ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur út og fylgi leiðbeiningum sem eru að finna í Handbók fyrir grunnskólamötuneyti.