Nú mega jólin koma :)

Eftir örfá klukkutíma mun skólinn fyllast af prúðbúnum nemendum og starfsfólki og litlu jólin ganga í garð.

Nemendur hafa skreytt stofur, matsal svo ekki sé minnst á jólatréð fallega sem nemendur unglingastigs hafa skreytt svo fallega.

Piparkökuþorpið er komið á sinn stað og eiga nemendur 10. bekkjar heiðurinn af bakstri og skreytingum. Glæsilegt þorp með glæsilegum íbúum :)

Út af ,,dotlu" verða litlu jólin með örlitlu breyttu sniði í ár en allir hafa lagst á eitt til að gera þessa stund jafnhátíðlega og hún hefur verið ár hvert.

Glæsilega búinn matsalur, ilmandi hangikjötslykt um allan skólann, allt eins og það á að vera.

Hlökkum til að hitta ykkur kæru nemendur !