Ný heimildarmynd um lesblindu

Vakin er athygli á því að næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar kl. 20, verður ný íslensk heimildamynd um ungt fólk og lesblindu sýnd á RÚV.

Myndin er fróðleg og hvetjandi fyrir alla sem glíma við lestrarörðugleika og vonir standa til að hún muni vekja umræðu um eðli og algengi lesblindu, þau úrræði sem standa til boða og mikilvægi þrautseigjunnar fyrir persónulegan árangur í námi.

Margt hefur áunnist í málefnum lesblindra á undanförnum árum en boðskapur myndarinnar er meðal annars sá að samfélagið og þar með atvinnulífið fagni í meira mæli styrkleikum og hæfileikum allra – ekki síst lesblindra, því greind og virði fólks ræðst ekki af getu þess í bóknámi.

Hvetjum við alla, börn sem fullorðina að stilla á RÚV á morgun kl. 20 !