Ný sóttvarnarreglugerð

Helstu breytingar eru:

  • Tveggja metra regla og grímuskylda verði afnumin í 5.-7. bekk. Áfram verði tveggja metra

         regla og grímuskylda nemenda í 8.-10. bekk í samræmi við fyrri tillögur.

  • Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildi gagnvart nemendum í 8.-10. bekk en ekki yngri nemendum (innskot skstj. nema að viðkomandi kennari fari á milli hópa).

 

  • Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og

        grunnskóla.

  • Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, þ.e. hámark

 

  • Íþrótta- og sundkennsla verður leyfð fyrir alla aldurshópa



Ekkert er fjallað um skólaakstur í þessari reglugerð og munu fyrri reglur um grímuskyldu allra gilda áfram.

Unnið er að uppfærslu aðgerðaráætlunar og verður hún birt á heimasíðu skólans þegar þeirri vinnu er lokið.

Minnum á almennar reglur um smitgát og sóttvarnir.


Skólastjóri