Nýjar saumavélar !

tvær nýjar og ein með reynslu :)
tvær nýjar og ein með reynslu :)

Keyptar voru tvær nýjar Husquarna saumavélar til að nota við kennslu í textílmennt.

Þær gömlu höfðu þjónað nemendum vel en jafnvel saumavélar eiga sinn líftíma. 

Þó mun önnur þeirra gömlu  duga eitthvað áfram og eru nú þrjár vélar til taks fyrir nemendur, sem eiga án efa eftir að gleðjast yfir því að geta rennt stykki sínu án vandkvæða undir nálina.