Öskudagur

Maskadagur á Ísafirði
Maskadagur á Ísafirði

Samkvæmt hefðinni munu nemendur fara út í tveimur síðustu kennslustundum og maska ( vesfirska ). Yngri nemendur munu fara í fylgd kennara og starfsmanna en nemendur á mið- og elsta stigi munu fara á eigin vegum.  Foreldrar eru minntir á að láta skólabilstjóra vita ef börn þeirra fara EKKI heim með skólabíl þennan dag.

Um kvöldið verður síðan haldið öskudagsball.  Auglýsing hefur þegar verið send heim með nemendum þar sem allar helstu upplýsingar koma fram.

Skólastjóri