Pangea stærðfræðikeppnin

Theodór Snær, Elva Marín og Heiðrún Hrund
Theodór Snær, Elva Marín og Heiðrún Hrund

Nú stendur yfir Pangea stærðfræðikeppnin en fyrsta umferð var haldin 1. febrúar s.l. og komust þau Elva Marín Elvarsdóttir og Theodór Snær Björnsson áfram úr 8.bekk í næstu umferð ásamt Heiðrúnu Hrund Sigurðardóttur í 9. bekk og viljum við óska þeim innilega til hamingju með árangurinn.  2. umferð keppninnar fer fram í skólanum þann 22. febrúar n.k.

 

Pangea stærðfræðikeppni er fyrir alla nemendur áttundu og níundu bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.

 

 Tvær undankeppnir verða haldnar í febrúar og mars 2018 í grunnskólum landsins þar sem kennarar fara yfir prófin og senda skipuleggjendum árangur nemenda. Stigahæstu nemendunum er síðan boðið í úrslitakeppni sem haldin verður í Reykjavík. Stigahæstu þrír keppendurnir úr hvorum árgangi fá verðlaun að lokinni keppni. Til að gera daginn hátiðlegan og fagna góðum árangri keppenda er boðið upp á skemmtiatriði og veitingar fyrir alla keppendur úrslitanna og aðstandendur þeirra.