Samfélagslögreglan heimsótti miðstig

Samfélagslögreglan heimsótti miðstig

Í heimsókninni var farið yfir hagnýt atriði sem snerta daglegt líf nemenda. Meðal þess sem rætt var um voru útivistarreglur og reglur um notkun rafmagnshjóla. Lögreglan lagði áherslu á mikilvægi þess að fylgja öryggisreglum til að tryggja öryggi allra.

Einnig spunnust mjög góðar og þarfar umræður um samskipti, andlegt ofbeldi og notkun samfélagsmiðla. Þessi umræða reyndist afar gagnleg og vöktu mikla athygli nemenda. Fjallað var um hvernig samskipti á netinu geta haft raunveruleg áhrif á líðan fólks og mikilvægi þess að sýna virðingu og umhyggju í öllum samskiptum.

Nemendur tóku virkan þátt í umræðunni og spurðu margra spurninga. Lögreglan  var ánægð með áhugann sem nemendur sýndu og að þeir tóku virkan þátt í umræðum.