Samkomubann sett á.

Ágætu foreldrar/forráðamenn, nemendur og velunnarar KBS

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þar er átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum viðburðum.

Í ljósi þessa er árhátíð KBS vorið 2020 aflýst.

Okkur þykir það mjög miður en teljum okkur ekki geta tryggt öryggi nemenda og áhorfenda, þrátt fyrir að áhorfendafjöldi yrði takmarkaður miðað við þær kröfur sem gerðar eru til samkoma þar sem færri en hundrað manns kemur saman.

Skólastjóri