Skólaakstri seinkar - Fljótshverfi og Álftaver

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað frá Markafljóti austur á Höfn. Vegagerðin gerir ráð fyrir opnum um eða upp úr kl. 16.   Skólabílar fyrir nemendur úr Fljótshverfi og Síðu sem og Álftaveri verða því seinna á ferð en áætlun gerir ráð fyrir. 

Nemendur verða í umsjón starfsmanna skólans þar til akstur verður mögulegur.

 

Skólaakstur í Meðalland og Landbrot verður á áætlun m.v. núverandi veðurskilyrði.  Ef breyting verður á mun það verða tilkynnt foreldrum/forráðamönnum með sms.

Skólastjóri