Skólasetning KBS

Setning hefst kl. 10.00 og til stendur að hún fari fram utandyra en allt veltur þó á veðrinu þann daginn.

Eftir skólasetningu fara nemendur í stofur sínar ásamt umsjónarkennara sínum, fá afhentar stundaskrár og koma sér fyrir.  Hádegishlé verður á sínum stað kl. 12.25 og síðan verður farið í leiki fram til kl. 13.45 en lýkur skólahaldi þann dag.  Skólabílar ganga þennan dag og verða timasetningar settar inn á heimasíðuna á fimmtudag.  Foreldrar og sytkini ásamt  ömmum og öfum, frænkum og frændum velkomin !

Kennsla hefst síðan skv. stundaskrá þriðjudaginn 27. ágúst.

Minni á,  að nú sem undanfarin ár mun skólinn útvega nauðynleg gögn fyrir skólagönguna, s.s. stílabækur, blýanta og annað sem tilheyrir skolastarfinu,  foreldrum að kostnaðarlausu.

Hlökkum til að hitta ykkur öll hress og kát eftir gott sumar !

Skólastjóri