Skýrsla ESPAD -2019

Nýútgefna skýrslu með niðurstöðum úr ESPAD-könnuninni 2019  um vímuefnanotkun unglinga á Suðurlandi auk tveggja svæða til samanburðar má nálgast hér.

 

Markhópur rannsóknarinnar voru allir 15─16 ára nemendur í 10. bekk á Íslandi þegar könnunin var lögð fyrir vorið 2019. ESPAD er langstærsta rannsóknarverkefni samtímans á vímuefnaneyslu og öðrum þáttum í lífi unglinga hvað varðar fjölda landa sem taka þátt, fjölda nemenda í hverri umferð og lengd þess tímabils sem verkefnið nær til.

 

Í þessari skýrslu eru helstu niðurstöður ESPAD 2019 dregnar saman fyrir 10. bekkinga á Suðurlandi. Samanburðarhópar eru annars vegar höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggðin án Suðurlands.