Eins og fram hefur komið var haldin upplestrarkeppni í Kirkjubæjarskóla þann 29. apríl sl. þar sem nemendur í 7. bekk tóku þátt en keppnin var undanfari Stóru upplestrarkeppni skóla á Suðulandi. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Rannveig Bjarnadóttir, Sveinn Hreiðar Jensson og Sverri Gíslason og þökkum við þeim enn og aftur kærlega fyrir störf sín.
Það kom í hlut þeirra Péturs Yngva Davíðssonar og Þráins Elís Björnssonar að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni í Vestmannaeyjum.
Þann 13. maí hélt spenntur hópur drengja úr 7. bekk ásamt Sólveigu kennara til Eyja í blíðskapar veðri. Þegar komið var á áfangastað forfallaðis Pétur Yngvi og hljóp Kjartan Valur Ólafsson í skarðið. Þátttakendur voru 13 talsins og stóðu þeir sig allir með eindæmum vel og ber að hrósa þeim öllum fyrir dugnað við undirbúning og hugrekkið sem það krefst að stíga á stokk fyrir framan áhorfendur og dómnefnd.
Eftirminnileg og góð ferð í alla staði.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .