Umhverfismennt og sköpun í KBS

Verkgreinakennarar hafa tekið höndum saman og unnið með nemendum Kirkjubæjarskóla að fegrun skólaumhverfisins.

Sköpunargleði nemenda hefur einnig fengið að njóta sín m.a. hefur merki skólans verið málað á vegg og unnið er að því að setja upp einkunnarorð skólans fyrir ofan aðalinngang.  

Nemendur á öllum aldri hafa tekið virkan þátt í verkefninu t.a.m. við að sópa stéttar, skafa burt illgresi á milli gangstéttarhella,  tína rusl á skólalóðinni, teikna og klippa út bókstafi og síðast en ekki síst málað af hjartans list.

Veðrið hefur oftast leikið við okkur og gleði hefur ríkt í hópnum,

Hér má sjá fleiri myndir af vinnu nemenda