Afmælisveisla í tilefni 50 ára afmæli KBS

Það var mikið fjör í afmælisveislu dagsins þegar nemendur og starfsfólk Kirkjubæjarskóla á Síðu hélt upp á fimmtugsafmæli skólans í dag.  Nemendahópar voru með skemmtiatriði, starfsfólk Mötuneytis Skaftárhrepps reiddu fram dýrindis hlaðborð og auðvitað var boðið upp á afmælisköku.  Eftir veislumatinn var haldið inn í íþróttahús þar sem nemendur efsta stigs stjórnuðu afmælisleikjum. Má með sanni segja að kátt hafi verið í höllinni.  Myndir af viðburðum verða settar inn eftir helgi en leyfum einni að fljóta með af afmæliskökunni, sem Sólveig Ólafsdóttir bakaði og skreytti af tærri snilld.

Kærar þakkir nemendur fyrir skemmtilega afmælisveislu !