Stóra upplestrarkeppni í 7.bekk

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram þriðjudaginn 29. apríl á sal skólans. Pétur Yngvi Davíðsson lenti í 1. sæti og  Þráinn Elís Björnsson í 2. sæti. Munu þeir keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni í Vestmannaeyjum um miðjan maí. Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum þriggja manna dómnefnd kærlega fyrir sín störf, þeim Rannveigu, Sveini og Sverri.