Haustkynning á skólastarfi fyrir foreldra á mið- og elstastigi verður haldin miðvikudaginn 24. september næstkomandi klukkan 17:00. Kynningin verður í fundaraðstöðu Skaftárhrepps á þriðju hæð.
Við mælum með því að sem flestir reyni að mæta þar sem við munum fara í gegnum ýmis hagnýt atriði sem varða skólastarfið, nám, kennslu og foreldrasamstarf.
Vinsamlegast athugið að þetta er foreldrafundur.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Bestu kveðjur,
Sigga Vigga og Erla
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .