Kvennaverkfall 2023

Kvennaverkfall 2023
Kvennaverkfall 2023

 

 

Allsherjarverkfall kvenna hefst á miðnætti og stendur í sólarhring. 

Samstöðufundir verða haldnir mjög víða um land á morgun, þriðjudaginn 24. október, þegar konur og kvár, sem það geta, eru hvött til að taka daglangt hlé frá störfum. Er þar átt við launuð störf sem ólaunuð. Heilsdagsverkfall fór síðast fram árið 1985. 

Stærsti viðburður dagsins verður útifundur á Arnarhóli sem hefst klukkan 14. Konur og kvár sem búa utan höfuðborgarsvæðsins þurfa þó ekki að örvænta því boðað hefur verið til samstöðufunda víða um landið og er sífellt að bætast á þann lista. Hægt er að finna upplýsingar um dagskrá vef Kvennaverkfallsins. Meðal staða þar sem efnt verður til viðburða eru Akureyri, Neskaupstaður, Blönduós, Dalvík, Djúpivogur, Drangsnes, Höfn, Húsavík, Hvammstangi, Ísafjörður, Patreksfjörður, Raufarhöfn, Sauðárkrókur, Stykkishólmur, Suðurnes, Vestmannaeyjar og Vík. 

Þá mun RÚV senda beint út frá fundinum á Arnarhóli.