Skólasetning

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn !

Nú styttist í skólabyrjun og ekki seinna vænna en að boða til skólasetningar Kirkjubæjarskóla á Síðu mánudaginn 22.ágúst nk. kl. 17. Mun hún fara fram í matsal skólans og vera með hefðbundnum hætti. Eftir ávarpi skólastjóra munu nemendur fara með umsjónarkennurum sínum í stofur og fá afhentar stundatöflur.  Skólabílar munu aka þennan dag og heimferð áætluð kl. 17.45.