Skólasetning 25. ágúst kl. 09:00-09:30

Komið þið öll heil og sæl.

Senn líður að skólasetningu Kirkjubæjarskóla sem verður mánudaginn 25. ágúst kl. 09:00 – 09:30 og verður hún í matsal skólans. Foreldrar nemenda í 1. bekk eiga fund með umsjónarkennara þennan dag og munu fá fundarboð með tímasetningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst og hefja skólabílar akstur þann dag. Vonum að allir hafi átt gott sumar og komi glaðir og kátir til náms og leiks. Hlökkum mikið til að sjá ykkur.