Stóri plokkdagurinn

Umhverfis- og náttúrunefnd Skaftárhrepps tók forskot á sæluna og hvatti  íbúa Skaftárhrepps til að fara út og plokka í gær, föstudaginn 22.apríl.   Nemendur og starfsfólk Kirkjubæjarskóla hlýddu kallinu og fóru allir sem einn út að plokka.  Yngsta stig ásamt 5. bekk tíndi upp rusl meðfram göngustígnum sem liggur með Skaftá en nemendur  7.-10.b hekkjar hreinsuðu meðfram Klausturvegi.

Farið var á Gámstöðina með afraksturinn þar sem starfsmenn hreppsins aðstoðuðu við flokkun og upplýstu nemendur og starfsfólk um helstu leyndardóma flokkunarinnar.  

Nemendur og starfsfólk þáðu síðan grillaðar pylsur og svala í boði nefndarinnar og þakka hér með fyrir sig.