Þemadagar í Kirkjubæjarskóla

Unnið að lengsta trefli Skaftárhrepps
Unnið að lengsta trefli Skaftárhrepps

Samkvæmt venju hafa nemendur og starfsmenn KBS tekið sér frí frá hefðbundinni kennslu vikuna fyrir Uppskeru- og þakkarhátíð og vinna saman að ákveðnu þema. Settar eru upp vinnustöðvar og fara nemendur á milli og vinna að ákveðnum verkefnum.

Í ár er unnið með örnefni og þjóðsögur úr Fljótshverfi og Austur- Síðu og verður afrakstur vinnunar sýnd á opnu húsi sem verður föstudaginn 8. nóv. n.k. milli kl. 10-12.  Hvetjum við alla foreldra, ömmur og afa, systkin og alla þá íbúa sem geta að koma og skoða vinnu nemenda.  Veitingar í boði fyrir gesti og gangandi.  

Verið hjartanlega velkomin !