Miðstig Kirkjubæjarskóla tók þátt í jöklasamkeppninni og voru listaverk þeirra á sýningu Náttúruminjasafns Íslands í tengslum við Barnamenningarhátíð 2025. Þann 7. júní fagnaði Vatnajökulsþjóðgarður 17 ára afmæli og opnaði fræðslusýninguna, Sambúð manns og náttúru, í Skaftárstofu, gestastofu þjóðgarðsins við Kirkjubæjarklaustur.
Verk nemenda voru fengin á fræðslusýninguna og njóta sín vel þar ásamt verki eftir sveitunga þeirra ERRÓ.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .