Verk nemenda á fræðslusýningu Skaftárstofu

Miðstig Kirkjubæjarskóla tók þátt í jöklasamkeppninni og voru listaverk þeirra á sýningu Náttúruminjasafns Íslands í tengslum við Barnamenningarhátíð 2025.  Þann 7. júní fagnaði Vatnajökulsþjóðgarður 17 ára afmæli og opnaði fræðslusýninguna, Sambúð manns og náttúru, í Skaftárstofu, gestastofu þjóðgarðsins við Kirkjubæjarklaustur.

Verk nemenda voru fengin á fræðslusýninguna og njóta sín vel þar ásamt verki eftir sveitunga þeirra ERRÓ.